Um

Leikhópurinn Soðið svið var stofnaður árið 2009 af þeim Aðalbjörgu Árnadóttur og Sölku Guðmundsdóttur og er markmiðið að búa til skapandi, kraftmikið og leikglatt leikhús með áherslu á ný leikverk. Hópurinn setti upp Súldarsker árið 2011 og stóð nýlega að sinni fyrstu uppfærslu utan landsteinanna, verðlaunasýningunni Breaker sem fór á Adelaide Fringe 2013 og var í kjölfarið sýnd á Edinburgh Fringe. Hættuför í Huliðsdal, leiksýning fyrir börn, var frumsýnd leikárið 2013-14 í Kúlunni, Þjóðleikhúsinu við frábærar undirtektir og fer aftur á fjalirnar í desember 2014.

Nýjasta færslan

Hættuför í Huliðsdal – síðustu sýningar

Nú höfum við síðan fyrir jól sýnt Hættuför í Huliðsdal í Kúlu Þjóðleikhússins og fengið fjöldann allan af kátum og spenntum leikhúsgestum með okkur í ævintýraför þeirra Eyju, Hrapps og allra hinna. Við [...]

Nýjasta sýningin

Hættuför í Huliðsdal

Spennandi og skemmtileg sýning fyrir ævintýrafólk á öllum aldri. Eyja er hugmyndarík en einmana stelpa sem er nýflutt í gamalt, hrörlegt hús úti í sveit. Í herberginu hennar opnast hlið inn í magnaðan töfraheim og afa Eyju er rænt af illskeyttri álfkonu.