Á leið til Adelaide

Hópurinn sem stendur að Breaker er önnum kafinn við undirbúning fyrir sviðslistahátíðina Adelaide Fringe en sýningin verður sett upp í Holden Street Theatres og sýnd frá 15. febrúar til 17. mars. Við erum í The Arch sem er afar fallegt rými í þessu skemmtilega leikhúsi. Leikstjórinn Graeme Maley og leikararnir Hannah Donaldson og Finn den Hertog eru nú við æfingar í Edinborg og farin að hlakka mikið til að fljúga til Ástralíu og hefja sýningar. Við vonumst eftir hóflegum hita í Adelaide enda hvorki Íslendingar né Skotar sérlega vanir miklum hitabylgjum!

Miða er hægt að bóka hjá The Fringe eða hjá Venue*Tickets, skellið ykkur á miða! Svo er líka mjög ódýrt og stutt að fara til Adelaide frá Íslandi …