Breaker

Leikrit eftir Sölku Guðmundsdóttur
Leikstjóri: Graeme Maley

Tónlist: Andy Cowan
Leikarar: Isabelle Joss og Iain Robertson

Sýnt í Underbelly Cowgate á Edinburgh Fringe 2013

1. – 25. ágúst

Kaupa miða

Áður sýnt í Holden Street Theatres á Adelaide Fringe 2013

 

Weekly Award for Best Theatre – Adelaide Fringe 2013

Underbelly Edinburgh Award 2013

 

***** Adelaide Advertiser

**** The Herald: „A haunting meditation on how ancient stories can bring some kind of redemption in the modern world

**** Adelaide Now: „This Icelandic play, translated into Scots, is a powerful story of the effects of tragedy on a community and two people’s attempts to make sense of it.“

**** Kryztoff Raw: „This is another high-quality production at Holden Street, which offers strong performances, interesting subject matter and an opportunity to think, feel and contemplate.“

****1/2 Adelaide Theatre Guide: „This poetic, dark tale of legend and loss is well worth putting on your list of Fringe productions to see!“

Breaker er áhrifaríkt nýtt leikverk eftir Sölku Guðmundsdóttur í leikstjórn Graeme Maley. Daniel kemur til eyjunnar þar sem amma hans fæddist, uppfullur af nostalgískum hugmyndum um fortíðina og dulrænar tengingar við þjóðsögur. Hann er í leit að svörum og samhengi en rekst á grunnskólakennarann Sunnu sem sjálf þarf að berjast við myrkrið sem sækir á eftir vofeiflega atburði í þessu litla samfélagi.

GettyImages_158783850 (1)

Salka Guðmundsdóttir er höfundur verksins Súldarsker sem aflaði henni tilnefningar sem besta leikskáldið á Grímuverðlaununum 2011. Í júní 2012 var Súldarsker sýnt á The Festival of European Contemporary Playwrights í Husets Teater í Kaupmannahöfn, og sama ár var verkið valið í katalóginn European Theatre Today sem eitt af bestu nýju evrópsku leikverkunum. Einþáttungurinn And the Children Never Looked Back, sem Breaker byggir á, var sýndur í Oran Mor í Glasgow í September 2012. Salka á verkið Svona er það þá að vera þögnin í kórnum sem frumsýnt verður í Borgarleikhúsinu í apríl 2013 ásamt verkum tveggja annarra skálda undir heitinu Núna! Hún er einnig eitt af skáldum Þjóðleiks 2012-2013 og vinnur að barnasýningu ásamt leikhópnum Soðið svið.

Graeme Maley er mikilsvirtur leikstjóri og þýðandi sem hefur unnið fyrir Traverse Theatre í Edinborg, skoska þjóðleikhúsið, Citizen’s Theatre or Oran Mor í Glasgow og Borgarleikhúsið auk ýmissa annarra leikhúsa í Bretlandi, á Íslandi og í Bandaríkjunum. Hann setti upp á ensku verkið Djúpið eftir Jón Atla Jónasson sem meðal annars var valið á listahátíðina 10 Days on the Island á Tasmaníu vorið 2011.

 

Eftir 20 ára feril innan skosku indísenunnar semja Andy Cowan og yfirskeggið hans nú tónlist og hljóðmynd fyrir leikhús og kvikmyndir. Síðustu fimm árin hefur Andy unnið fyrir hið margverðlaunaða Play, Pie and a Pint í Oran Mor í Glasgow.

**** (Joyce McMillan, Scotsman, um And the Children Never Looked Back)