Hættuför fær frábærar viðtökur

8. september síðastliðinn frumsýndum við nýja verkið okkar, Hættuför í Huliðsdal, fyrir fullum sal af skemmtilegum leikhúsgestum í Kúlu Þjóðleikhússins. Það er skemmst frá því að segja að viðtökurnar hafa verið alveg frábærar. Svo við vitnum í nokkra gagnrýnendur:

***** JVJ, Fréttablaðinu: „Frábær nýr íslenskur barnaleikur sem á langa lífdaga skilið.“

**** SBH, Morgunblaðinu: „Full ástæða er til að óska aðstandendum sýningarinnar til hamingju með útkomuna sem er í senn þrælspennandi, bráðskemmtileg og hjartnæm. Það ætti því enginn að láta þessa vönduðu barnasýningu framhjá sér fara.“

ÞES, Víðsjá: „Hér er komin vönduð, innihaldsrík og bráðskemmtileg sýning fyrir börn á grunnskólaaldri og okkur hina nördana líka ef út í það er farið. … Við þurfum fleiri svona sýningar fyrir börn.“

SA, tmm.is: „Þetta er skemmtileg og hressileg sýning með fallegan og vandaðan boðskap.“