Hættuför í Huliðsdal – síðustu sýningar

Nú höfum við síðan fyrir jól sýnt Hættuför í Huliðsdal í Kúlu Þjóðleikhússins og fengið fjöldann allan af kátum og spenntum leikhúsgestum með okkur í ævintýraför þeirra Eyju, Hrapps og allra hinna. Við erum hæstánægð með að hafa fengið tækifæri til að taka aftur upp sýningar eftir gott gengi á síðasta leikári. Þó er farið að síga á seinni hlutann; við munum brátt rýma til fyrir nýjum verkefnum í Kúlunni og því eru aðeins örfáar sýningarhelgar eftir.

Tryggið ykkur miða á þessa spennandi og skemmtilegu barnasýningu hér eða í miðasölu Þjóðleikhússins.