Hættuför í Huliðsdal

Leikhópurinn Soðið svið í samstarfi við Þjóðleikhúsið

 Spennandi og skemmtileg sýning fyrir ævintýrafólk á öllum aldri.

Frumsýning í Kúlunni, Þjóðleikhúsinu

8. september 2013

Sýningar í Kúlunni 12/2014 til 2/2015 - miðasala á leikhusid.is & midi.is

 

AGDA_POSTER-MINNA

eftir Sölku Guðmundsdóttur

Leikstjóri: Harpa Arnardóttir

Leikarar: Aðalbjörg Árnadóttir, Guðmundur Ólafsson, Hilmir Jensson/Hannes Óli Ágústsson og Esther Talía Casey/Maríanna Clara Lúthersdóttir

Leikmynd: Brynja Björnsdóttir

Tónlist og hljóðmynd: Ólafur Björn Ólafsson

Búningar: Þórunn Elísabet Sveinsdóttir

Lýsing: Egill Ingibergsson

Aðstoðarmaður leikstjóra: Sigríður Eir Zophaníasardóttir

Eyja er hugmyndarík en einmana stelpa sem er nýflutt í gamalt, hrörlegt hús úti í sveit. Í herberginu hennar opnast hlið inn í magnaðan töfraheim og afa Eyju er rænt af illskeyttri álfkonu. Í Huliðsdal hittir Eyja fyrir alls kyns furðuverur og þarf að finna hjá sér bæði hugrekki og útsjónarsemi svo henni takist að bjarga afa áður en hliðið lokast á ný. Hættuför í Huliðsdal er spennandi og skemmtileg leiksýning fyrir börn á grunnskólaaldri og annað ævintýrafólk.

***** JVJ, Fréttablaðinu: „Frábær nýr íslenskur barnaleikur sem á langa lífdaga skilið.“

**** SBH, Morgunblaðinu: „Full ástæða er til að óska aðstandendum sýningarinnar til hamingju með útkomuna sem er í senn þrælspennandi, bráðskemmtileg og hjartnæm. Það ætti því enginn að láta þessa vönduðu barnasýningu framhjá sér fara.“

ÞES, Víðsjá: „Hér er komin vönduð, innihaldsrík og bráðskemmtileg sýning fyrir börn á grunnskólaaldri og okkur hina nördana líka ef út í það er farið. … Við þurfum fleiri svona sýningar fyrir börn.“

Sýningin er styrkt af Mennta- og menningarmálaráðuneytinu og Reykjavíkurborg.

Stikla úr Hættuför í Huliðsdal