Miðasala hafin á Hættuför

Þá er miðasalan farin í gang á Hættuför í Huliðsdal, glænýju barnasýninguna okkar sem verður frumsýnd í Þjóðleikhúsinu þann 8. september næstkomandi. Sýningin er ætluð ævintýraglöðu fólki á aldrinum 6 ára og upp úr. Við viljum vekja sérstaka athygli á því að Hættuför í Huliðsdal er einungis sýnd í Reykjavík í september – en mun skjóta upp kollinum hjá Leikfélagi Akureyrar næsta vor. Því hvetjum við leikhúsgesti til að panta sér miða sem allra fyrst.

Verkið skrifar Salka Guðmundsdóttir en Harpa Arnardóttir leikstjóri setur upp. Hópurinn á bak við Súldarsker kemur hér saman á ný – Þórunn Elísabet Sveinsdóttir hannar búninga, Brynja Björnsdóttir sér um leikmyndina, Egill Ingibergsson er með lýsingu og Ólafur Björn Ólafsson hefur samið skemmtilega og fallega tónlist fyrir ævintýraheiminn í Huliðsdal. Leikararnir sem hætta sér inn í þennan dularfulla dal eru þau Aðalbjörg Árnadóttir, Guðmundur Ólafsson, Hannes Óli Ágústson og Maríanna Clara Lúthersdóttir.

AGDA_POSTER-MINNA