Hátíðleg opnun vefsíðu

Velkomin á glænýja vefsíðu leikhópsins Soðið svið!

Hér verður hægt að fylgjast með afrekum hópsins, fá upplýsingar um nýjar sem gamlar sýningar, skoða stiklur, hafa samband við okkur og þar fram eftir götunum.

Síðuna hannaði Hugi Hlynsson:

Flöt, heiðarleg og minimalisk? Öll þessi atriði koma til huga varðandi hönnun vefsíðunnar. Áherslan er sett á innihald og notendavæni, en á sama tíma á hönnun sem grípur mann og stendur uppúr. Notendaviðmótið er einfalt og augljóst, þú veist alltaf nákvæmlega hvar þú ert.

s2

Vefurinn er í sífellt meiri mæli notaður á ferðinni, í símanum eða spjaldtölvunni. Því er sodidsvid.com að öllu leiti ‘snjöll’ vefsíða. Það er, hún aðlagar sig fullkomlega að hvaða skjástærð sem er, allt frá risaskjám að minnstu snjallsímum. Allur grunnur síðunnar er byggður á vektorum og leyfir háupplausnarskjám, t.d. svokölluðum ‘retina’ skjám, að nýta hvern einasta pixil til að birta kristaltæra mynd.

Soðiðsvið.com er hönnuð með notendur nútímans í huga, ekki síður en notendur framtíðarinnar.