Salka í viðtali um Breaker

Nú líður að því að við leggjum land undir fót og förum á Adelaide Fringe með nýju sýninguna okkar, Breaker. Æfingar eru í fullum gangi í Edinborg og leikstjórinn Graeme Maley vinnur ötullega að uppfærslunni ásamt leikurunum Finn den Hertog og Hönnuh Donaldson. Leikskáldið Salka Guðmundsdóttir gaf sér tíma til að svara nokkrum spurningum frá Stage.is sem er vefur Leiklistarsambands Íslands. Hér má lesa viðtalið (sem er á ensku) og fræðast um sköpunarferlið, samstarf íslenska og skoska listafólksins og hvernig það er að vera íslenskt leikskáld sem reynir að fóta sig erlendis.