Soðið svið vinnur til verðlauna

Að lokinni magnaðri fjögurra vikna rússíbanareið á Adelaide Fringe kvaddi Breaker-hópurinn Ástralíu og andfætlinga. Uppfærslan fór afar vel í gesti hátíðarinnar sem og gagnrýnendur, og rúsínan í pylsuendanum var svo lokakvöldið en þá hreppti Soðið svið Edinborgarverðlaun Underbelly fyrir uppsetninguna (á myndinni eru leikararnir Finn den Hertog og Hannah Donaldson ásamt Stephen Makin frá Underbelly) en Underbelly er einn af fremstu sýningarstöðunum á Fringe-hátíðinni í Edinborg. Við erum að sjálfsögðu himinlifandi yfir að Breaker fái að leggja land undir fót á ný – fylgist með!