Súldarsker

Súldarsker er ærslafull, tragíkómísk ráðgáta sem gerist í einangruðu bæjarfélagi sem á sér ógnvænlegt leyndarmál. Tveimur aðkomukonum skolar upp á hið grámyglulega Súldarsker í ólíkum erindagjörðum. Koma þeirra setur samfélagið úr skorðum og hrindir af stað æsispennandi atburðarás þar sem við sögu koma gamlir vitaverðir, bæjarhátíðin Hryssingsdagar, árásargjarnir mávar, krullumót í félagsheimilinu og síðast en ekki síst leyndardómar hinnar ógangsettu kassettuverksmiðju sem gnæfir yfir samfélaginu.

Frumsýnt í Tjarnarbíói, Reykjavik, janúar 2011. Einnig sýnt hjá Leikfélagi Akureyrar, mars 2012. Valið í European Theatre Catalogue 2012 og sýnt á Festival for New European Drama 2012 í Husets Teater, Kaupmannahöfn, leiklesið í Teatr Miniatura í Gdansk vorið 2014 og valið til þáttöku á Women Playwrights International Convention í Stokkhólmi 2012. Tvær tilnefningar til Grímunnar árið 2011 (leikskáld ársins og leikmyndahönnuður ársins).

Höfundur: Salka Guðmundsdóttir

Leikstjóri: Harpa Arnardóttir

Tónlist/hljóðmynd: Ólafur Björn Ólafsson

Leikmynd: Brynja Björnsdóttir

Lýsing: Egill Ingibergsson

Búningar: Þórunn Elísabet Sveinsdóttir

Förðun: Svanhvít Valgeirsdóttir

Aðstoðarleikstjóri: Erling Jóhannesson

Ljósmyndun og kynningarefni: Berglind Jóna Hlynsdóttir

Leikarar: Aðalbjörg Árnadóttir og Maríanna Clara Lúthersdóttir

suldarsker-best-sh-web-3

Texti Sölku er frábærlega saminn, þéttur, hæfilega vitsmunalegur og framúrskarandi hnyttinn. Þarna er fætt nýtt leikskáld sem bragð er að. (Silja Aðalsteinsdóttir um Súldarsker, tmm.is)

Sýningin var einlæg, skemmtileg og spennandi. (Ingibjörg Þórisdóttir um Súldarsker, Hugrás)

Dúndur í Tjarnarbíói! *** ½ (Bryndís Schram um Súldarsker, Pressan)

Mér fannst sýningin hreint æðislega fyndin og brosti hringinn eins og flestir gestanna reyndar. Sagan sjálf er bæði hugmyndarík og hnyttin og mikill hasar í framvindunni svo það er vissara að taka vel eftir. … Leikstjórinn Harpa Arnardóttir hefur hér sameinað ríkulegan efnivið og krafta flottra listamanna og skapað með því eftirminnilega og kraftmikla sýningu sem þið verðið að sjá. Hér er hæfileikafólk í essinu sínu. **** (Kristrún Heiða Hauksdóttir um Súldarsker, Fréttatíminn)

**** (Elísabet Brekkan, Fréttablaðið)